FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

MÁLÞING – Borgarlandslag

Borgarlandslag

Framtíðarsýn og hönnun nærumhverfis í byggð.

Apríl  er mánuður landslagsarkitektúrs  á alþjóðavísu í ár hefur Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA,  valið að skoða borgarlandslag. Staðfest  er  að  landslag  er  hvarvetna  mikilvægur  þáttur  í  lífsgæðum  fólks.  Skv.  Evrópska landslagssamningnum  (ELC)  sem  Ísland  undirritaði  2012,  merkir  orðið  landslag:  svæði  sem  fólk  sér  og fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta. Þannig má túlka orðið Borgarlandslag  sem  það  landslag  sem  byggðir  mynda  með  öllum  þeim  mannvirkjum  sem  þar  finnast.

Á málþinginu 30. apríl nk. skiptum við áherslum málþingsins upp í þrjá hluta.

Í fyrsta hlutanum verður fjallað um gæði nærumhverfis þar sem við byrjum á því að heyra  í Hjálmari Sveinssyni sem mun opna málþingið. Á eftir honum koma fulltúar þeirra sem  unnu til  verðlauna  í  tveimur  hugmyndasamkeppnum  um  endurhönnun  á  yfirborði  Laugavegis  og nýjar útfærslur á Óðinstorgi. Það  verður  svo daninn Jeppe Aagard Andersen sem mun  fjalla um að það fyrir hverja við erum að skapa fallegt nærumhverfi og afhverju það skiptir máli að vanda til verka. Þar sem við erum að vinna með fjórðu víddina sem er tíminn, en við erum að móta umhverfi okkar sem verður síðar umhverfi komandi kynslóða.

Í öðum hluta verður fjallað um börn og borgarumhverfi þar sem við fáum Lisu Klingwall frá Stokkhólmsborg  til  að  fjalla  um  það  hvernig  skipulagsyfirvöld  ætla  sér  að  uppfylla  ákvæði Barnasáttmála  sameinuðu  þjóðanna  og  hvernig  hægt  er  að  eiga  samráð  við  börn  til  að tryggja raunveruleg áhrif þeirra á nærumhverfi sitt í byggð. Í kjölfarið fáum við erindi frá Páli Jakobi  Líndal  þar  sem  hann  mun  fjalla  um  það  hvaða aðstæður  þurfi  að  skapa  í  byggðu umhverfi til að íbúarnir geti notið náttúrlegra svæða. Hvernig nærumhverfið getur stuðlað að sálfræðilegri endurheimt íbúanna, ef við hugum að því hvernig við mótum opin svæði í byggð eða nærri byggð.

Í  loka  hlutanum  verður  fjallað  um hönnun og samráð,  en  það  verður  sífellt  algengara  að virkja  íbúana  inn  í  hönnunarferlið.  Við  fáum  þrjá  íslenska  arkitekta  til  að  fjalla  um  verkefni sem þeir hafa verið að fást við á síðustu misserum. En öll eiga þau það sameiginlegt að vera að vinna  náið með  notendum mannvirkjanna og  umhverfisins sem þau eru að móta. Einnig hafa þau vakið athygli leikmanna í samfélaginu fyrir  nýja strauma og sýn á nærumhverfið. Að lokum fáum við erindi frá einum eiganda á stofunni Topotek1 í Berlín, en stofan hefur meðal annars unnið að verkinu Superkilen í Nørrebro í Kaupamannahöfn. Verkefnið er afrakstur af hönnunarsamkeppni  og  í  því  var  haft  víðtækt  samráð við  ólíkir  notendur  og  fólk  með fjölbreyttann  bakgrunn  til  að  taka  þátt  í  hönnunarferlinu  og  hafa  áhrif  á  sitt  nærumhverfi.

Á málþinginu er ætlunin að ræða mikilvægi þess að efla gæði í nærumhverfi þéttbýlis og með hvaða hætti hægt er að nota hönnun sem verkfæri til að ná fram þeim eiginleikum almenningsrýma er veita tækifæri til eflingar lýðheilsu íbúa, auka sjálfbæra þróun og náttúruvernd í byggðum og styrkingar á fjölbreyttri og oft staðbundinni menningarstarfsemi.

Fyrir hönd Félags íslenskra landslagsarkitekta

Hermann Georg Gunnlaugsson formaður FÍLA

Ljósmynd:  Guðmundur J. Albertsson

1 Comments

  1. Pingback: Erindi á málþingi FÍLA |

Comments are closed.