Afmælisbarn dagsins, Stefán frá Deildartungu
Sjáið Stefán frá Deildartungu. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Stefán útskrifaðist frá KVL ágúst 2009. Stefán vinnur hjá Landlínum þar sem hann vinnur við deiliskipulagsáætlanir og breytingar á aðalskipulagsáætlunum – aðallega innan Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Stefán var áður garðyrkjustjóri Golfklúbbs Reykjavíkur þar sem hann sá um allt garðyrkjutengt, annað en grasið.
Í tilefni dagsins var Stefán spurður spjörunum úr.
- Skemmtilegustu verkefnin? Skemmtilegasta verkefnið hingað til var að bæta umhverfi Golfskálans á Korpúlfsstöðum. Mér finnst skemmtilegast að eiga við hönnunarvekefni sem ég fæ að fylgja eftir í gegn um framkvæmd.
- Uppáhalds tréð? Selja, því hún er svo fínleg og með fallegan börk, nei Ilmbjörk því það voru einu tréin í garðinum heima, nei japanshlynur því hann er svo léttur en sperrtur, nei alaskaösp því hún er svo dugleg, nei ég get ekki valið – mér finnst öll tré æði.
- Uppáhalds bíómynd hlaðvarp eða útvarpsþáttur? Ég nenni ekki að horfa á bíómyndir. Boardgame Design Lab, Boardgame Breakfast, Rhado Talks Through, Bicycle Coalition, Í ljósi sögunnar.
- Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt börnum, veist þú um svoleiðis? Börn bræðra minna, í Deildartungu, hafa hannað og byggð útileiksvæði í skjólbelti á landareigninni. Einn skemmtilegasti staður sem ég kem á.
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Mér finnst best að stunda útivist í Deildartungu, en það flokkast varla sem útivistarsvæði. Ætli það sé þá ekki Laugardalurinn í Reykjavík.
- Fallegasti staður á landinu? Gamlahússgarðurinn í Deildartungu.
- Uppáhalds tónlistarmaður? spilarýnir? Tom Vasel, Zee Garcia, Rahdo, Chaz Marler, Mandi Hutchinson.
Þetta var Stefán. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og á yfir 100 borðspil. Verið eins og Stefán.