Afmælisbarn dagsins Íris Reynisdóttir
Íris lærði fagið í Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist þaðan árið 2010. Í lok árs byrjaði Íris að vinna á Landmótun sf. Helstu verkefni Írisar hafa verið hönnun skóla-og leikskólalóða og hefur hún einnig komið að öðrum verkefnum s.s hönnun gatna og yfirborðsvatnslausna. Henni finnst öll verkefni hafa verið skemmtileg og gefandi.
Í tilefni dagsins var Íris spurð spjörunum úr.
- Uppáhalds íslenski hönnuðurinn? Það eru svo margir flottir hönnuðir, en á Landmótun eru flottir hönnuðir, og vill einnig nefna hönnuði á Landslagi og Basalt.
- Uppáhalds plantan? Þetta er erfið spurning því ég get engan veginn gert upp á milli, allar plöntur eru uppáhalds ! En ofarlega í huga er írisin sem kemur kannski ekki á óvart ? (innskot: vefstjóri hugsar þá hvort að reynirinn sé hennar uppáhalds tré ?)
- Þriðjudagsdrykkurinn? Coke Zero alla daga allan ársins hring – hressi bætir og kætir ?
- Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „lauf“? Skógur og þyturinn í laufunum
- Fallegasti staður á landinu? Leirulækjarsel á Mýrum, Grenjadalur og Langárdalur
- Hvaða bók er á náttborðinu?„Beginners guide to photography“ og minnisbækur
Þetta var Íris. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Íris.