FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Guðbjörg Guðmundsdóttir

Sjáið Guðbjörgu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Guðbjörg lærði fagið í SLU í Alnarp og útskrifaðist þaðan árið 2008. Hún vinnur hjá Landform ehf á Selfossi við deiliskipulagsbreytingar og þykir langskemmtilegast að vinna með landslagsgreiningar.

Í tilefni dagsins var Guðbjörg spurð spjörunum úr.

  • Uppáhalds íslenski rithöfundurinn? Áslaug Jónsdóttir
  • Helstu áhugamál?  Ljósmyndun og hestamennska
  • Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „mosi“?  Ráðhús Reykjavíkur
  • Fallegasti staður á landinu? Goðdaladalur

 

Þetta var Guðbjörg. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Guðbjörg.