FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

grenndarkynning

Kynning á óverulegri breytingu á deiliskipulagi eða byggingarleyfisumsókn í þegar byggðu hverfi þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag. Skipulagsnefnd annast grenndarkynningu. Grenndarkynning felst í því að nágrönnum, sem skipulagsnefnd telur að hagsmuna eigi að gæta, er kynnt málið og gefinn kostur á að tjá sig innan ákveðins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. (skipulagsreglugerð)