FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Vorgleði FÍLA 2025

Tæplega 40 fílar, nemendur og borgarhönnuðir áttu notalega samverustund á Vorfögnuði FÍLA í gær. Fengum fínan fyrirlestur um aðkomu landslagsarkitekta á hönnun Fossvogsbrúarinnar, Dóri DNA mætti og lengdi lífið okkar um einhvern tíma og svo var veitingum gerð góð skil og mikið spjallað. Takk fyrir samveruna!