Nú í byrjun árs varð ég 75 ára. Því kynni ég hér 14 bækur mínar um skipulag/hönnun/umhverfi. Þær eru uppseldar, en ég endurútgef þær hér nú ókeypis, sem pdf-útgáfur, og flestar líka sem hljóðbókaútgáfur. Síðar fjalla ég um hvernig spádómar mínir líta út í dag. — Ágætt er að opna fyrst pdf bókar, og síðan hljóðbókinna, og hlusta meðan kort og myndir eru skoðuð. — Gott væri ef e-h deildu þessu, svo að fleirri geti nýtt sér þetta efni.
SKIPULAGSSAGAN – FRÆÐI:
- „REYKJAVÍK VAXTARBRODDUR“ (1986). Fyrsta skipulagssaga Rvk. Þróuninni líst útfrá 9 aðalskipulagsuppdráttum. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Reykjavik_vaxtarbroddur_throun_hofudborgar.pdf Hljóðbók í upplestri TV: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/vaxtarbroddur.mp3
- „BORG OG NÁTTÚRA… EKKI ANDSTÆÐUR HELDUR SAMVERKANDI EINING“ (1999). Byggð á dr.ritgerð TV. Um galla heimsmyndar hólfunar… og skipulagssaga Rvk greind út frá því. Búin til hönnunarfræði, byggð á T´ai Ch´i, sem tengir saman borg og náttúru á ný. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Borg%20og%20Nattura.pdf Hljóðbók er á Storytel í upplestri Jóhanns Sigurðarsonar.
- „SKIPULAG BYGGÐAR Á ÍSLANDI – FRÁ LANDNÁMI TIL LÍÐANDI STUNDAR (2002). Áhrif náttúru og staðhátta á mótun byggðar. Skipulagssaga bæja og svæða. Aftast er Skipulagsmannatal, með æviágripi og mynd 111 einstaklinga. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Skipulag%20byggdar.pdf Hljóðbók er á Storytel í lestri Péturs Eggerz.
- „MÓTUN FRAMTÍÐAR“ (2015). Starfssaga TV. Skipulagssagan sett í samband við félags- og hugmyndaþróun sl. 50 ára. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Book.pdf Hljóðbók er á Storytel í lestri Jóhanns Sigurðarsonar.
ÍSLANDSSKIPULAG – FRAMTÍÐARSTEFNA:
- „HUGMYND AÐ FYRSTA HEILDARSKIPULAGI ÍSLANDS“ (1987). Byggt á kortlagningu náttúrufarsþátta. Hugmyndir: Stórir fólkvangar, þróunarsvæði, hálendisvegir, borg á miðju landsins. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Hugmynd_ad_fyrsta_heildarskipulagi_Islands.pdf Hljóðbók í lestri TV: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/Heildarskipulag.mp3
- „FRAMTÍÐARSÝN – ÍSLAND Á 21. ÖLD“ (1991). Skipulagssýn byggð á heimsmynd hreinleikans, sem nýtist til að byggja upp túrisma, og aðstöðu fyrir okkur sjálf. En þá þarf átak í vegagerð. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Framtidarsyn_Island_a_21old.pdf Hljóðbók í lestri TV: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/framtidarsyn.mp3
- „LAND SEM AUÐLIND – UM MÓTUN BYGGÐARMYNSTURS“ (1993). Svæði ferðaauðlinda og náttúruváa grunnur að skipulagi. Birt strúktúrplan fyrir SV-land. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Land_sem_audlind.pdf Hljóðbók í lestri TV: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/LandSemAudlind.mp3
- „ ÍSLAND HIÐ NÝJA“ (1997). Meðhöf. Birgir Jónsson. Staða Íslands í heimi framtíðar. Landskipulag ráði megin línum. Vöntun þessa var við gerð Svæðisskipulags miðhálendisins gagnrýnd. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Island_hid_nyja.pdf Hljóðbók ekki enn til.
- „VEGAKERFIÐ OG FERÐAMÁLIN“ (2000). Bók unnin með styrk frá Vegagerðinni, og gefin út af henni. Ferðaþróun fylgir samgönguþróun. Kortlagning ferðaauðlinda landsins. Grunnur að samhæfðu landsskipulagi samgangna og ferðaþjónustu. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Vegakerfid_og_ferdamalin.pdf Hljóðbók í lestri TV: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/Vegakerfid.mp3
STAÐA ÍSLANDS Í HEIMINUM:
- „VIÐ ALDAHVÖRF – STAÐA ÍSLANDS Í BREYTTUM HEIMI“ (1995). Meðhöf. Albert Jónsson. Unnin með styrk fá ríkisstjórninni í aðdraganda þúsaldamótanna. Mat á leiðum til framtíðar. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Vid%20aldahvorf.pdf Hljóðbók í lestri TV https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/Aldahvorf.mp3
- „HOW THE WORLD WILL CHANGE… WITH GLOBAL WARMING“ (2006). Í jarðsögunni skiptast á tímabil kólnunar og hlýnunar, og hafa lífríkin lagað sig að því. Bókin lýsir heimi ef hlýnunin verður ekki stöðvuð: Íslaust Íshafið verður nýtt Miðjarðarhaf og skipaleiðir liggja þar um. Fólk flýr til þessara mildu heimskautasvæða. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/How%20the%20world%20will%20change%20-%20with%20global%20warming.pdf Hljóðbók hefur ekki enn verið gerð.
ÞÝÐINGAR TV Á ÞREMUR BÓKA SINNA:
- „SHAPING THE FUTURE“ (2016). Starfssaga TV. Hugmyndaþróun skipulags sl. 50 ár. Gagnrýni á tengslaleysi ríkjandi heimsmyndar, og leiðir til lagfæringar. Lýsing á ýmsum verkum TV. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Shaping%20the%20Future%20by%20Trausti%20Valsson.pdf Hljóðbók í lestri J.D´Arcy: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/ShapingTheFuture.mp3
- „CITY AND NATURE – AN INTEGRATED WHOLE“ (2000). Einfölduð útgáfa af dr.ritgerð TV. Hin vísindalega, vestræna heimsmynd leiðir til vélræns og tengslalítils skipulags. TV birtir hönnarfræði heilda og samtengingar – byggð á austrænni heimsspeki – sem hjálpar við að tengja t.d. borg og náttúru saman að nýju. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/City%20and%20Nature.pdf Hljóðbók í lestri J.D´Arcy: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/CityAndNature.mp3
- „PLANNING IN ICELAND – FROM THE SETTLEMENT TO PRESENT TIMES“ (2003). Ritinu er skipt í fimm „bækur“: The Forces; The Shaping; Towns and Regions; Country Systems; Dev. of Today. Pdf-bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Planning%20in%20Iceland.pdf Hljóðbók 2 í lestri J.D´Arcy: https://notendur.hi.is/tv/Content/Audiobooks/PlanningInIcelandBook2.mp3
Á HEIMASÍÐU MINNI: https://notendur.hi.is/tv/ er ítarefni (undir BOOKS), úrval greina (ARTICLES), 100 hönnunardæmi (DESIGN), myndlist mín (ART) o.fl.