Afmælisbarn dagsins, Hermann Ólafsson
Sjáið Hermann. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Hermann útskrifaðist frá Norges landbrukshøyskole árið 1997. Hermann vinnur á Landhönnun slf Selfossi og sinnir hönnun lóða og opinna svæða ásamt gerð deiliskipulaga í dreif- og þéttbýli.
Í tilefni dagsins var Hermann spurður spjörunum úr.
- Skemmtilegustu verkefnin? Segjum bara leikskólalóðir, þar eru þakklátir notendur 🙂
- Uppáhalds tréð? Úlfareynir, með sínu dökkgrænu og gljáandi laufi, bleiku blómaklösum, skær rauðu berjum og marglitu haustlitum.
- Uppáhalds bíómynd? Reykur og bófi (allavega þegar ég sá hana 10ára).
- Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Höfuðstöðvar Wurth í Noregi! Þangað rekast ekki margir, en þar tók ég þátt í að skapa gríðarmikinn steina- og vatnsskúlptúragarð auk þess sem dvalarsvæði starfsmanna voru með því flottasta!
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Reykjadalur ofan við Hveragerði.
- Fallegasti staður á landinu? Landmannalaugar sem miðpunktur friðlandsins að Fjallabaki.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Jeff Lynne í ELO.
Þetta var Hermann. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og hefur ekki enn komið til USA, en komið bæði til Rússlands og Kúpu. Verið eins og Hermann.