FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Hlín Sverrisdóttir

Sjáið Hlín.  Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Hlín útskrifaðist frá Cornell University, Ithaca New York árið 1994 með MLA/MRP gráðu. Hlín rekur sína eigin teiknistofu, Skipulag og hönnun ehf  sem er við Tjarnargötu 10 og segir frábært að horfa eftir Vonarstrætinu og upplifa mannlífið í borginni.  Verkefnin eru allskonar á sviði skipulags og landslagsarkitekúrs.

Í tilefni dagsins var Hlín spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin?  Held að ég verði að nefna endurhönnun á Skrúðgarði Þorlákshafnar, verkefni sem er mér mjög kært í heimabæ mínum.
  • Uppáhalds tréð og afhverju?  Hlynur er flottur, ættum að nota hann meira.
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Lítil perla á Manhattan sem heitir Greenacre Park, hannaður af Sasaki í kringum 1970.  Einnig langar mig að nefna garð í Saugerties New York sem heitir Opus 40, reyndar ekki hannaður af landslagsarkitekt en garðurinn er lífsverk listamanns sem endurhlóð námu í eitt allsherjar landslags listaverk, mjög áhrifaríkt.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Fer gjarnan í langar gönguferðir um landið á sumrin, mér finnst Fjallabakssvæðið magnað.
  • Fallegasti staður á landinu? Það er bara eitthvað við Þingvelli sem gerir það að verkum að sá staður kemur fyrstur upp í hugann.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Gott að hlusta á Enya.

 

Þetta var Hlín. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Hlín.