Afmælisbarn dagsins, Margrét Sigurðardóttir
Sjáið Margréti. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Margrét útskrifaðist árið 1995 frá Sveriges Landbruksuniversitet. Margrét vinnur á eigin vegum í dag og hefur í gegnum tíðina unnið, meðal annars, að Norðurbergi/Lækjarskóla/Hörðuvöllum og Áslandsskóla. Stækkun og endurbætum á Grasagarði Reykjavíkur. Verkefnastjórnun Betri hverfa ásamt ýmsum verkefnum – stefnumótun í höfuðborginni, leiksvæðastefnu, trjáræktarstefnu ofl.
Uppáhalds verkefni Margrétar voru þó stækkun og endurbætur á Grasagarði Reykjavíkur ásamt vinnu við leiksvæðastefnu.
Í tilefni dagsins var Margrét spurð spjörunum úr.
- Áttu þér uppáhalds tré? Ilmbjörkin alskonar -fögur, dugleg og óútreiknanleg.
- Uppáhalds bíómynd? Kona fer í stríð og útlenska dásemdin Amélie.
- Er einhver landslagsarkitekt, arkitekt eða hönnuður sem þér þykir skara fram úr? Margrét Sigurðardóttir.
- Hver er fallegasti staður á landinu? Hvannadalshnjúkur.
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Hallormsstaðaskógur.
- Uppáhalds tónlistamaður? Louis Armstrong. (innskot: Margrét hvetur vefstjóra til að taka sér gæðastund og hlusta. Vefstjóri hvetur félagsmenn til þess sama. Klikkið hér og njótið, þetta er klassískur kaffibolli.)
- Viltu deila undarlegri staðreynd um þig? Hm. Tjah. Legg það ekki á ykkur hér og nú ?
Þetta var Margrét. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Margrét.