FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Lilja Kristín Ólafsdóttir

Sjáið Lilju. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Lilja útskrifaðist árið 2008 frá UMB Asi Noregi og vinnur í dag hjá Yrki arkitektum. Helstu verkefni Lilju eru skólalóðir, leiksskólalóðir, gatnahönnun, breytingar á aðalskipulagi og fleira …og fleira.

Lilja hefur mjög gaman af því, þessa dagana, að hanna eina minnstu götu í Reykjavík, Haðarstíg. Þetta er lítil þröng gata sem hefur mikinn sjarma og allt það venjulega vesen sem ein gata hefur að geyma ?

Einnig eru nokkuð verkefni henni ofarlega í huga af ýmsum ástæðum og má þar nefna Borgartúnið, Eldheima og Brimketil.

Í tilefni dagsins var Lilja spurð spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Linditré er fallegt.
  • Uppáhalds bíómynd? Bourne myndirnar, skemmtilegt maraþon.
  • Er einhver landslagsarkitekt, arkitekt eða hönnuður sem þér þykir skara fram úr? Margir góðir hönnuðir……erfitt.
  • Hver er fallegasti staður á landinu? Þórsmörk.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Heimaey og Hrútafjörður, enda eyði ég stórum hluta frítímans þar.
  • Uppáhalds tónlistamaður? U2.

 

Þetta var Lilja. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Lilja kann að spranga og getur það ennþá. Verið eins og Lilja.