Afmælisbarn dagsins, Björk Guðmundsdóttir
Sjáið Björk. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Björk náði sér í BLA gráðu frá State Univeristy of New York (SUNY-ESF) árið 1994 og útskrifaðist svo með MSc gráðu frá Heriot-Watt í Edinburgh árið 1997.
Hún er verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún leiðir hugmyndavinnu um arkitektúr og landslagsarkitektur ásamt mati á umhverfisáhrifum og skipulagsgerð. Björk er ráðgefandi við framkvæmdaverkefni varðandi hönnun landslags- og arkitektúrs. Björk sér einnig um eftirfylgni mótvægisaðgerða er snúa að ásýndarmálum, landslagsþáttum, landmótun og útliti mannvirkja. Faglega ráðgjöf við aðferðafræði ásýndar- og landslagsreiningar ásamt stefnumótunarvinnu fyrir ásýndar- og landslagsmál.
Björk hefur mest gaman af nýsköpunarverkefnum ásamt verkefnisstjórn hönnunarverkefna en er alveg heilluð af djúpsjávarfiski sem heitir Svartdjöfull eða lúsífer (Melanocetus johnsonii, sem þýðir „svartur hvalur Johnsons“). Hann lifir í yfir 2.000 metra dýpi í sjó og notar oxunarferli sem kallast lúsiferín, bakteríur sem framkalla ljós en íslenskt heiti tegundarinnar merkir ljósberi.
Í tilefni dagsins var Björk spurð spjörunum úr.
- Áttu þér uppáhalds tré? Betula pubescens, Ilmbirki, við erum nöfnur ! Er eina innlenda tréð sem myndar skóga, með mikin karakter, harðgerð aðlagast vel alls konar aðstæðum og ilmar vel. Minnir á sumarið.
- Uppáhalds bíómynd? Fried Green Tomatoes.
- Er einhver landslagsarkitekt, arkitekt eða hönnuður sem þér þykir skara fram úr? Martha Schwartz, Snøhetta, Bjarke Ingels og Peter Walker.
- Hver er fallegasti staður á landinu? Hornstrandir, Þórsmörk og Hekla.
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Heiðmörk og Hvaleyrarvatn.
- Uppáhalds tónlistamaður? Alicia Keys, Emelie Sandé, Beyoncé, Hjálmar og Eivør.
Þetta var Björk. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Björk.