FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Til hvers skipulag?

Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir gagnrýninni og hressilegri fundarröð um þróun og mótun borgarinnar. Til hvers skipulag?

Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 20

Borgir þenjast út eða þéttast og breytast en geta borgir þróast án skipulags? Erum við að skipuleggja of mikið? Hverjir eru kostir og gallar skipulagðrar byggðar? Hvert er samhengið í skipulaginu? Breytir skipulag lífi fólks? Breytir skipulagsfræðin borgarmenningu? Hvar er fagurfræði óreiðunnar? Er skipulagsleysi andstætt hagsmunum almennings? Getur skipulag útilokað hópa? Hvernig getur skipulag lagt grunn að farsælu lífi borgarbúa?

Til að ræða málin munu taka til máls: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar, Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt hjá Landmótun, Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur og deildarstjóri aðalskipulags hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Þetta er 20. fundurinn í fundarröðinni Borgin, heimkynni okkar og sá síðasti á þessu misseri. Markmiðið með fundunum er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi.
https://reykjavik.is/frettir/til-hvers-skipulag