Lokuð hugmyndasamkeppni OR – Orkuveitu Reykjavíkur í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands.
Orkuveita Reykjavíkur í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til lokaðarar hugmyndasamkeppni, að undangengnu forvali, um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nánasta umhverfi hennar, nærliggjandi húsum í eigu OR og tengingu við útivistarsvæðið í Elliðaárdal.
Um samkeppnina
Elliðaárdalurinn hefur sérstakan sess í hugum borgarbúa og fyrir margra hluta sakir. Hann er orðinn eitt vinsælasta útvistarsvæðið að sumri jafnt sem vetri, þar er veiddur lax í miðri höfuðborg en þar er líka vagga veitureksturs í borginni. Reykvíkingar sóttu sér drykkjarvatn í vatnsveituna í Elliðaárnar og endurnýjanleg orka hefur fengist þaðan í formi rafmagns og heits vatns í hitaveituna um áratugaskeið. Orkuveita Reykjavíkur á þannig rætur í dalnum.
Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Hönnunamiðstöðar hér: http://www.honnunarmidstod.is/Frettir/Lesafrett/4201
Eða á heimasíðu Orkuveitunnar hér:
https://www.or.is/hugmyndasamkeppni