Blágrænar ofanvatnslausnir – 10 góðar ástæður
Þemafundur Skipulagsstofnunar í samstarfi við Vistbyggðarráð
26.11.2015, 12:00 – 13:00, Cafe Sólon (efri hæð), Bankastræti 7a
Á fundinum mun Heiða Aðalsteinsdóttir ráðgjafi á Alta kynna verkefni sitt um innleiðingu sjálfbærra ofanvatnslausna. Erindið ber heitið „10 góðar ástæður til að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir“.
Slíkar lausnir hafa verið að ryðja sér til rúms sem ákjósanleg nálgun við að leysa fráveitumál vegna ofanvatns í stað hefðbundinna fráveitulausna. Reynslan erlendis frá sýnir að sjálfbærar ofanvatnslausnir eru áhugaverður og samkeppnishæfur kostur sem leitt hefur til sparnaðar í fráveitumálum. Í fyrirlestrinum fer Heiða yfir ólíkar nálganir við hönnun og innleiðingu, hönnunarferilinn, ávinning, viðhald og rekstur, öryggismál og helstu áskoranir við innleiðingu við íslenskar aðstæður.
Fundurinn verður haldinn á á efri hæð Cafe Sólon Bankastæti 7a frá kl. 12-13. Súpa, brauð og kaffi á tilboðsverði fyrir fundargesti. Ekki þarf að skrá sig á fundinn.