FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending vegna hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu.

Sveitarfélagið Rangárþing ytra, í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), efndi til samkeppni um skipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins.
Dómnefnd hefur nú lokið störfum sínum og munu niðurstöður verða kynntar miðvikudaginn 17. desember n.k. kl. 17.00 í húsakynnum Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu, 2. hæð. Veitt verða verðlaun fyrir vinningstillögu.

Um forvalssamkeppni var að ræða þar sem 4 teymi unnu hvert að sinni tillögu. Tillögurnar verða hengdar upp til sýnis og kynningar. Ferðaþjónustuaðilar, fagfólk, fjölmiðlar og áhugafólk er hvatt til að koma og fagna þessum mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst.

f.h. verkkaupa
Ágúst Sigurðsson,
Sveitarstjóri Rangárþings ytra