FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Úrslit í hönnunarsamkeppni um Úlfarsárdal

Úrslit í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar voru kynnt á dögunum. Höfundar vinningstillögu er hópur frá VA arkitektum, Landmótun og Eflu verkfræðistofu. Frá VA arkitektum voru Heba Hertervig, Indro Indriði Candi, Magdalena Sigurðardóttir og Stefanía Sigfúsdóttir. Til aðstoðar var Ólafur Óskar Axelsson. Frá Landmótun voru Aðalheiður Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Frá verkfræðistofunni Eflu voru Brynjar Örn Árnason, Guðrún Jónsdóttir og Ríkharður Kristjánsson.

Í umsögn dómnefndar segir um vinningstillöguna að styrkur hennar felist í frjórri útfærslu útivistarsvæða og innirýma og innbyrðis tengslum þeirra. Vel tekst að skapa einstakt mannvirki sem setur mikinn svip á borgarhlutann og gerir hann aðlaðandi og eftirsóknarverðan í borginni án þess að skyggja á útsýnið frá íbúðarhúsunum yfir dalinn.

Nánari upplýsingar:

Dómnefndarálit í Hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar  

Á heimasíðu Landmótunar má skoða hluta tillögunnar sem pdf skjöl í góðri upplausn.