FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Erlent samstarf

IFLA

International Federation of Landscape Architects

IFLA eru alþjóðasamtök landslagsarkitekta,  sem stofnuð voru 1948.  Fagfélög landslagsarkitekta í 70 þjóðlöndum eru nú aðilar að samtökunum og hefur FÍLA verið meðlimur þeirra frá 1978, eða frá því að félagið var stofnað.

Tilgangur IFLA er að efla, kynna og styðja við landslagsarkitektúr sem starfsgrein, stuðla að alþjóðlegri umræðu og skiptast á upplýsingum. Er það gert með víðtæku samstarfi aðildarfélaganna, m.a. árlegum fundum og ráðstefnum. Lögð er áhersla á ströng skilyrði varðandi menntun og starfsþjálfun. IFLA leitast við að vera í forystu þegar kemur að alþjóðlegum viðfangsefnum sem skipta máli fyrir landslagsarkitektúr eins og loftslagsbreytingar, lýðfræðilegar breytingar og stuðla að sjálfbærni og jafnvægi í öllu lifandi umhverfi.

Ár hvert er boðað til heimsþings samtakanna, þar sem rædd er staða fagstéttarinnar og mál sem eru í brennidepli hverju sinni.

IFLA samtökunum  er skipt niður í fjögur umdæmi eftir heimshlutum  :

– IFLA Europe
– IFLA Americas
– IFLA Asia-Pacific
– IFLA Africa

IFLA Europe voru áður sjálfstæð samtök (EFLA) en runnu inn í IFLA árið 2007. IFLA Europe leggur mikla áherslu á samstarf milli aðildarfélaga í Evrópu og er hápunktur þess samstarfs aðalfundur sem haldinn er árlega í mismunandi aðildarlöndum og er ávallt vel sóttur.

IFLA Europe hefur í mörg ár unnið ötullega að sameiginlegri menntaáætlun, samræma kröfur til menntunnar landslagsarkitekta í Evrópu og gott samstarf við ECLAS (The European Council og Landscape Architecture Schools) og ELASA (European Landscape Architecture Student Association). Einnig er boðið upp á ráðgjöf og viðurkenningu á námi hjá skólum er bjóða upp á nám í landslagsarkitektúr.

Undanfarin ár hefur IFLA Europe lagt áherslu á gera úttekt á mismunandi reglum og vinnuumhverfi landslagsarkitekta í Evrópu og fylgjast m.a. náið með breytingum á tilskipunum Evrópusambandsins sem hafa áhrif á starfsvettvang landslagsarkitekta.

Höfuðstöðvar IFLA eru í Brussel, Belgíu. Frekari upplýsingar um samtökin er að finna á heimsíðu IFLA: http://iflaonline.org/

Fulltrúi FÍLA í IFLA er Þórhildur Þórhallsdóttir  (thorhildur@landmotun.is )


 

Norrænt samstarf

FILA hefur tekið þátt í nánu samstarfi norrænu landslagsarkitektafélaganna um árabil. Á hverju ári er haldin norrænn stjórnarfundur og annað hvert ár er haldin norræn ráðstefna um landslagsarkitektúr í tengslum við stjórnarfund. Skiptast félögin á að vera með ritara,  halda stjórnarfundi og ráðstefnur.

Norræn heimilisföng og tenglar:

 1. Danmörk:
 2. DL Danske Landskabsarkitekter
 3. Arkitekternes Hus,
 4. Strandgade 27A, 1401 København K
 5. www.landskabsarkitekter.dk
 1. Finnland:
 2. MARK Finlands landskapsarkitektförbund
 3. Box 331, FI – FI-00121 Helsinki
 4. www.m-ark.fi
 1. Noregur:
 2. NLA – Norske Landskapsarkitekters forening
 3. Josefines gate 34,  NO – 0351 Oslo
 4. www.landskapsarkitektur.no
 1. Svíþjóð:
 2. SA-LAR Sveriges Arkitekter, Akademin för Landskapsarkitektur
 3. Box 9225, SE – 102 73 Stockholm
 4. www.arkitekt.se