FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Landmannalaugar – úrslit

Úrslit í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun voru kynnt í gær, 17. desember 2014.  Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efndu til samkeppninnar.

Höfundar vinningstillögu er hópur frá  Landmótun og VA arkitektum ásamt Erni Þór Halldórssyni. Frá Landmótun voru Aðalheiður Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir og Margrét Ólafsdóttir. Frá VA arkitektum voru Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Indro Indriði Candi, Magdalena Sigurðardóttir og Ólafur Óskar Axelsson.

Í umsögn dómnefndar segir um vinningstillöguna að settar séu fram áhugaverðar og róttækar hugmyndir um endurheimt landgæða í Laugum. Um sterka og djarfa skipulagshugmynd sé að ræða sem geti myndað góðan grunn fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á svæðinu.

Nánari upplýsingar:

Dómnefndarálit – Landmannalaugar – Hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun.

Á heimasíðu Landmótunar má skoða hluta tillögunnar, renningur og greinargerð.