FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs/ Ártúnshöfða

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Hugmyndasamkeppnin gengur út á að útfæra hugmyndir og tillögur um skipulag svæðisins í samræmi við markmið í samþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 en svæðið hefur þjónað hlutverki sínu í núverandi mynd um áratuga skeið og er nú kominn tími til að gefa því endurnýjað hlutverk í takt við stefnu borgaryfirvalda um góða nýtingu lands og þéttingu byggðar.

Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppniLeiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að forsögn samkeppnislýsingar sem er aðgengileg á www.hugmyndasamkeppni.is

Áhugasamir skulu fylla út skjal sem er aðgengilegt á ofangreindu vefsvæði og senda nafn/nöfn þátttakenda ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum sambærilegum verkefnum til Umhverf­is og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „Elliðaárvogur – Ártúnshöfði hugmyndasamkeppni, forvalsnefnd“ fyrir lok dags 8. desember 2014.