FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Orðabanki

____________

  • aðalskipulag

    Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjónar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar i sveitarfélaginu á minnst 12 ára timabili. (Skipulags og byggingarlög)

  • aðaluppdráttur

    Heildaruppdráttur að mannvirki, ásamt afstöðumynd þess. (Byggingarreglugerð Nr. 441/1998)

  • afréttur

    Afréttur er landssvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé (Umhverfisvefurinn) 
    Norska: almennin

  • almannaréttur

    Réttur manna til umgengni um landið. Bundið í lögum um náttúruvernd
    Norska: Allemannsrett

  • almenn útivistarsvæði

    Norska: Åpne friområder

  • Áningarstaðir

    Staðir við samgönguleiðir ( akvegi, reiðleiðir) þar sem áð er.
    orska: Rasteplasser

  • arkitektúr

    byggingarlist listrænn og tæknilegur þáttur í byggingu mannvirkja Eins og í öðrum listgreinum nær byggingarlist bæði yfir fagurfræði og notagildi sem eru samofnir þættir í hverju verki. Áherslur á hvort um sig eru mismunandi eftir verkum. Flest menningarsamfélög hafa þróað með sér sérstaka byggingarhefð og háþróuð samfélög hafa tileinkað sér fjölbreytta tækni, stíl- og byggingartegundir (ísl. málstöð) [sh] arkitektúr [sh] húsagerðarlist 
    Enska: architecture
    Danska: Arkitektur
    Þyska: Architektur
    skyld: byggingarlist

  • barrtré

    tré sem er með barrnálar en ekki lauf, stærsti flokkur berfrævinga
    Enska: Coniferopsida
    Danska: Nåletræ
    Norska: Bartre, Barrträ
    skyld: Lauftré

  • bæjarhella

    Flatur steinn fyrir utan aðaldyr bæjarins

  • bæjarmynd

    Húsasamstæður og götumyndir með sérstakt byggingarlistarlegt og/eða sögulegt gildi sem eru mikilvæg og einkennandi fyrir ásýnd borgarinnar (PHÁ)
    Enska: Townscape
    Norska: Bybilde

  • bær 2

    a. talsvert þéttbýli, kaupstaður (Tölvuorðabókin, Edda miðlun-útgáfa) b. Sveitarfélag, umdæmi með sjálfstjórn (Tölvuorðabókin, Edda miðlun-útgáfa)
    Enska: Town
    Norska: By

  • borgarvistfræði

    Stefna í borgalandafræði, þar sem hugtökum vistfræðinnar var beitt og beinist einkum að innri gerð borga (landfr.skor GÓ)
    Enska: URBAN ECOLOGY

  • burðarþol, til dæmis lands

    Hversu margir einstaklingar (menn eða skepnur) fá lifað af hverri flatareiningu lands af tiltekinni gerð. Miðað er við að landgæði haldist óbreytt, sem og kjör þeirra sem nýta landið.
    Enska: carrying capacity

  • Búsetulandslag /menningarlandslag

    Landslag (sjá skilgreiningu) sem hefur breyst vegna notkunar mannsins og hefur haldið þeim einkennum um langt skeið
    Enska: Historic landscape
    Norska: Kulturlandskap
    skyld: Landslag

  • byggðastefna

    Stefna stjórnvalda sem miðast að því að hafa áhrif á landfræðilega dreifingu gæða innan ríkisheildarinnar (gó)
    Enska: regional policy

  • byggingarleyfi

    Leyfi sveitarstjórnar til að byggja, breyta eða rífa hús eða önnur mannvirki, ofan jarðar eða neðan, eða breyta notkun þeirra (að innan sem utan). (Skipulagsreglugerð nr.400/1998, Byggingarreglugerð Nr. 441/1998) Nánari upplýsingar um byggingarleyfi er að finna í leiðbeiningablaði Skipulagsstofnunar um byggingarleyfi 
    Enska: Construction license, building permit
    Danska: Byggetilladelse
    Norska: Byggetillatelse, Bygglov, byggnadslov

  • byggingarlist

    sjá
    skyld: Arkitektúr

  • deiliskipulag

    Deiliskipulag nær til einstakra svæða eða reita innan sveitarfélags og er byggt á aðalskipulagi. Hlutverk þess er að útfæra nánar stefnu og ákvæði aðalskipulags og skapa þannig grundvöll að leyfisveitingum til mannvirkjagerðar á viðkomandi svæði. Í deiliskipulagi er sett fram stefna og áætlun sveitarstjórnar um notkun svæða og einstakra lóða sem og um gerð og ásýnd byggðar eða óbyggðra svæða

  • endurheimt votlendis 

    Með endurheimt votlendis er leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti. Skilyrði þess er að vatnabúskapur á svæðunum verði í líkingu við það sem áður var. Líta má á endurheimt votlendis sem lið í almennri náttúru- og landslagsvernd (umhverfisvefurinn). 
    Enska: wetland restoration
    Danska: Genopbygning af vådmark

  • fjaráhrif

    landslag eða mannvirki í fjarska sem hefur áhrif á heildarmynd
    Norska: Fjernvirkning

  • fórnarkostnaður 

    hagfræðihugtak, sem vísar til þess sem fórnað er við það að eitthvað annað er valið (yþl) 
    Enska: opportunity cost

  • fornleifar

    Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: a. búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum; b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri; c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra; e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki; f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð; g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum; h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið; i. skipsflök eða hlutar úr þeim. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 11. gr. 
    Norska: Fornminner

  • framkvæmdaleyfi

    Meiriháttar framkvæmdir, sem ekki eru háðar byggingarleyfi, eru háðar framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Framkvæmdir teljast meiriháttar þegar þær vegna eðlis eða umfangs hafa veruleg áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess. Nánari upplýsingar um framkvæmdaleyfi er að finna í leiðbeiningablaði Skipulagsstofnunar um framkvæmdaleyfi.

  • framtíðarsýn

    Enska: scenario
    Norska: Fremtidsvision/fremtidsutsikt

  • frístundabyggð

    Norska: Hyttebebyggelse /fritidsbebyggelse

  • frístundahús

    Hús sem ætlað er til tímabundinnar dvalar. Frístundahús þurfa ekki að uppfylla skilyrði sem sett eru um íbúðarhús (byggingarreglugerð)
    Norska: fritidshus

  • græn stakstæð opin svæði

    Mynstu opinna svæða þar sem enginn bein tengsl eru á milli þeirra. Hér er lögð áhersla á afmörkun á kennileitum (focal points) í borgarmyndinni en ekki tengsl við önnur opin svæði (yþl).
    Enska: recreation cores

  • grænir geirar

    Mynstur þar sem opin svæði liggja eins og geislar út frá borgarmiðjunni. Hver geiri myndar keðju af samfelldum opnum svæðum. Með þessu mynstri er meðalfjarlægð íbúa á útivistarsvæði styttri en í öðrum mynstrum opinna svæða (yþl).
    Enska: green channels

  • grænir rammar

    mynstur þar sem opin svæðai eru látin skilja á milli mismunandi landnotkunar (yþl).
    Enska: green containers

  • grænn vefur 

    Opin svæði innan borgarinnar sem njóta verndar gegn uppbyggingu í þágu íbúa í nútíð og framtíð, nýtt til skipulagðrar og tilfallandi afþreyingar, dvalar í aðlaðandi umhverfi og náttúruverndar (phá) 
    Enska: green network

  • grænt belti /græna netið

    Mynstur opinna svæða sem er myndað af breiðum beltum (einu eða fleirum), sem um umlykja borgir og afmarka framtíðarstækkun þeirra.Helsti ókostur þessa kerfis er að þegar upp kemur þörf á nýjum byggingarsvæðum þá seilast menn inn á þessi svæði (yþl)
    Enska: green belt
    Norska: grönnstruktur

  • grenndarkynning

    Kynning á óverulegri breytingu á deiliskipulagi eða byggingarleyfisumsókn í þegar byggðu hverfi þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag. Skipulagsnefnd annast grenndarkynningu. Grenndarkynning felst í því að nágrönnum, sem skipulagsnefnd telur að hagsmuna eigi að gæta, er kynnt málið og gefinn kostur á að tjá sig innan ákveðins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. (skipulagsreglugerð)

  • grenndarvellir

    Leiksvæði innan byggðar með ákveðinni fjarlægð frá heimili
    Norska: Kvartalslekeplasser

  • gullin snið

    Gullna hlutfallið er nákvæmt= 2/(1+kvaðratrótin af 5) (ónákvæmt 19:31, einföld nálgun 5:8). Um það bil 0,618. 

  • harðbalatorf

    Grasþökur sem teknar eru af harðbala eða af þurrlendu og ófrjósömu túni/úthaga, þar sem tegundasamsetning er einkennandi af harðbalategundum. Notast á hart og þurr undirlag þar sem búast má við nokkrum ágangi og/eða viðhaldslítið grassvæði á að vera. SBH
    Danska: overdrev

  • harðbali

    Svæði með þurrum og hörðum jarðvegi og smávöxnum gróðri, venjulega grösum og fleiri úthagategundum.
    Norska: törrbakke

  • hávaðamengun

    Hávaði er óumbeðið hljóð. Hávaðamengun er hávaði í umhverfi manna í þeim mæli að ógni heilsu manna. Margir verða fyrir hávaðamengun, m.a. frá umferð, flugi, atvinnurekstri eða nágrönnum. Hávaðamengunar gætir þó einkum á vinnustöðum. Auk heyrnarskaða er talið að hávaðamengun geti einnig valdið ýmsum öðrum truflunum á líkamsstarfsemi, einkum blóðrásartruflunum. Hávaðamengun er sú tegund mengunar sem snertir flesta beint .
    Enska: noise, noise pollution

  • hekk

    Þétt röð trjákenndra plantna sem venjulega er klippt reglulega, og hefur þann tilgang að mynda skilrúm milli tveggja svæða. Venjulega mótuð í form með klippingu. Einnig til óklippt limgerði/ hekk. Orðið, almennt notað meðal fagmanna.
    Danska: hæk
    Norska: hekk,
    skyld: limgerði

  • hellulögn

    Svæði sem hefur verið lagt hellum, steinum eða öðru hörðu sléttum efnivið til að ganga og ferðast á.
    Enska: pavement
    Danska: belægninger, faste belægninger
    Norska: belegg
    skyld: flórun

  • hleðsla

    veggur og kantar sem hlaðnir eru úr tilbúnu eða náttúrulegum efnivið oftast steinsteyptum eða grjóti. Einnig úr torfi
    Danska: terrænmure

  • hugarkort

    Mynd sem einstaklingurinn hefur í huga sér af umhverfi sínu og umheiminum og stýrir, og stýrist jafnframt af, skynjun hans og hegðun (landfr.gó) 
    Enska: mental map

  • hverfisvernd

    Ákvæði í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi um verndun sérkenna eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja, náttúruminja eða trjágróðurs án þess að um lögformlega friðun sé að ræða. (skipulagsreglugerð) 

  • hverfugl

    Í þjóðsögum er getið “hverafugla” á Ölkelduhálsi og Hagavíkurlaugum á Hengilssvæðinu. Var þeim gjarnan lýst þannig að þeir væru fremur litlir vexti, dökkleitir og líkastir andartegundum og sagðir synda í sjóðandi hverum og jafnvel stinga sér í þá. Sagt var að ekki þýddi að sjóða þá, en ef þeir væru látnir í kalt vatn, brögðuðust þeir sem soðnir væru (yþl).

  • íbúaþéttleiki

    Mældur í tölu íbúa á flatareiningu (landfr.gó)
    Enska: mathematical density

  • jarðfræðileg fjölbreytni

    Breytileiki í jarðfræði. Mótun og myndun lands, ytri og innri öfl.

    Enska: Geodiversity
    Norska: Geodiversitet

  • kennileiti

    Enska: landmark
    Norska: landemerke

  • klambra

    hleðsla úr torfi – skorinn á sérstakan hátt með ca. 5 gráðu horni. Torf tekið helst úr láglendismýrum. Forn íslensk hleðsluaðferð

  • landeyðing, gróðureyðing

    Rýrnun gróðurlendis vegna ofbeitar eða annarrar ofnýtingar og/eða breytinga á loftslagi sem veldur því að gróðurlendi breytist í eyðimörk (landfr.gó )
    Enska: desertification

  • landfræðilegt upplýsingakerfi

    Tölvuvætt kerfi til geymslu, vinnslu og birtingar landfræðilegra upplýsinga (yþl) 
    Enska: geographical information system

  • landmótun

    Skilgreining hugtaksins getur verið tvíþætt : “Græn” (eða “lífræn”) landmótun: hönnun trjáþyrpinga, runna, grasflata, vatnsleiða og skjólbelta, sem eftir atvikum felur í sér tilflutning jarðefnis, myndun hóla og hagnýtingu náttúrulegra sérkenna. “Svört” (eða “hörð”) landmótun: hönnun og gerð jarðyfirborðs úr varanlegu efni á borð við stein, múrstein eða steinsteypu; sem og bygging girðinga og skjólveggja (phá) 
    Enska: landscaping
    Norska: landskapsplanlegging

  • landnotkun

    Landnotkun er ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem fyrir íbúðir, iðnað, verslun, útivist og landbúnað. Landnotkun á hverju svæði er iðulega háð skipulagi viðkomandi svæða. Þetta þýðir að ekkert má byggja eða framkvæma án þess að fá fyrir því leyfi hjá skipulagsyfirvöldum (skipulagsstofnun)

  • landnýting

    Samheiti yfir mælikvarða á það hversu mikil nýting lands er, svo sem nýtingarhlutfall, þéttleika byggðar og ítölu (Skipulagsreglugerð nr.400/1998) 

  • landslag

    Umhverfi þar sem náttúra og byggð fléttast saman í eina heild. Heildar form og/eða útlit landsvæðis, ýmist byggt eða óbyggt.
    Enska: Landscape
    Danska: Landskab
    Norska: Landskap
    Þyska: landschaf

  • landslagsarkitekt

    Enska: Landscapearchitekt
    Danska: Landskabsarkitekt
    Norska: Landskapsarkitekt
    Þyska: Landscaftsarkitekt

  • landslagsarkitektúr

    Enska: Landscapearchitekcture
    Danska: Landskabsarkitektur
    Norska: Landskapsarkitektur
    Þyska: Landscaftsarkitektur

  • landslagsflokkun

    Flestar aðferðir sem notaðar eru við flokkun á landslagi byggja á greiningu lands á þann hátt að einsleit landsvæði eru afmörkuð út frá sameiginlegum einkennum í náttúrufari, landslagi og landnotkun. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við þessa flokkun: A. Vettvangsflokkun. Með aðstoð loftljósmynda eru afmörkuð svæði sem hafa sameiginleg eðlisræn einkenni og er þá lagt meira upp úr heildinni heldur en einstökum þáttum. Þessi aðferð er stigskipt þar sem fyrst eru greind heildareinkenni, t.d. hálendi eða láglendi og síðan í undirflokkar s.s. brött hlíð, slétta og þröngur dalur. B. Skynjun á rými. Þessi aðferð byggir á þeirri hugmynd að minnsta eining fyrir landslag séu sjónrænir þættir. Á grundvelli þess eru landslagseiningar afmarkaðar út frá sjónrænum rýmismyndum með hjálp grunnkorta og vettvangsathugana. C. Vistfræðilegar einingar. Sam-kvæmt þessari aðferð er litið svo á að landslag sé spegilmynd af vistkerfinu og þar með ættu vistfræðilegar einingar að geta túlkað landslagseiningar, t.d. tjörn, , jaðar og mýri. D. Svipaðir landslagsþættir. Þessa aðferð má framkvæma með glæru-aðferðinni þ.e. mismunandi þemakort eru lögð saman, t.d hallakort, skuggakort og gróðurkort eða með því að nota tölfræðilegar aðferðir til að skilgreina eiginleika og afmörkun landfræðilegra eininga. Hér er mikilvægt að fyrir liggi ítarleg grunngögn (yþl) 
    Norska: Landskapsinndeling

  • landslagsheild

    greining á landi á þann hátt að einsleit landsvæði eru afmörkuð út frá sameiginlegum einkennum í náttúrufari, landslagi og landnotkun.
    Enska: landscape units
    Norska: landskapshelhet

  • landslagsmat

    Mat á landslagi er aðferð sem byggir á því að meta landslagsfegurð og landslagsgæði. Oft á tíðum er matið gert á grundvelli flokkunar á landslagi eins og kom fram hér að framan. Mismunandi aðferðir hafa verið notaðar við þetta mat: A. Heimspekilegt mat tengt tilfinningum athugandans og umhverfisskynjun fremur en breytum í landslagi. Oft á tíðum er ekki gerður greinarmunur á eðlisrænum og mannvistarlegum landslagsþáttum. Því er aðferðin mjög persónuleg og því ólíklegt að tveir athugendur komist að sömu niðurstöðu. B. Mat byggt á eðlisrænum og sjónrænum þáttum. Athugandinn metur landið út frá eðlisrænum og sjónrænum þáttum og skráir niður fyrirbrigði sem hann gefur töluleg gildi út frá faglegu mati. Gildin eru síðan lögð saman til þess að fá samsvörun við hlutlægt mat. Auðvelt er að tengja niðurstöðurnar og forsendurnar og er því aðferðin gagnsæ. C. Gildismat almennings. Þessi aðferð er sett fram sem mótvægi við mat fagmanna. Úrtakshópur er fenginn til að meta landslag á vettvangi eða með aðstoð ljósmynda og því gefið töluleg gildi eða einkunnir. D. Mat byggt á ályktunum. Þessi aðferð byggir á A og B, þannig að notaðar eru niðurstöður úr könnunum á gildismati almennings og athugað með fylgni við ákveðna eðlisræna þætti. Niðurstöðurnar eru síðan notaðar til að meta svipuð svæði. Til þess að geta notað þessa aðferð þá þarf að liggja fyrir víðtæk könnun á gildismati almennings (yþl). 
    Norska: landskapsvurdering

  • landslagssáttmáli Evrópu

    Samningur Evrópuþjóða um að vekja athygli á og lyfta til virððingar verðmæti landslagsins þvert á landamæri. http://www.coe.int/EuropeanLandscapeConvention. “Landscape means an area, as perceived by people, whose character is the result of the action and interaction of natural and/or human factor”.
    Enska: European Landscape Convention
    Norska: Den europeiske landskapskonvensjonen

  • landslagsverðmæti

    Norska: Landskapsverdier

  • lauftré

    Danska: Løvtræ
    Norska: lövtre
    Þyska: Laubgehöltse
    skyld: Barrtré

  • líffræðilegur fjölbreytileiki

    Breytileiki meðal lifandi vera af öllum uppruna, á láði og legi og þau vistfræðilegu kerfi sem þær tilheyra, ásamt þeim erfðaeinkennum sem lífverurnar bera með sér. Hugtakið nær til breytileika innan tegundar, milli tegunda og milli vistkerfa. Mjög mikilvægt er að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í náttúrunni og reyna að koma í veg fyrir að tegundir deyi út. Það getur haft alvarlegar afleiðingar sem erfitt er að sjá fyrir (umhverfisvefurinn) 
    Norska: Biologisk mangfoldighet

  • lífverkfræði

    Með lífverkfræðilegum lausnum er átt við aðferðir við að byggja upp og binda fláa, brekkur árfarvegi og vatnsbakka ofl., þar sem notaður er gróður ásamt grjóti, eða öðru náttúrulegum og tilbúnum efnivið, og fá með því frágang sem hefur náttúrulegt yfirbragð og eiginleika, bæði í þéttbýli sem annars staðar.
    Enska: Bioengineering
    Sænska: ingeniörsbiologi

  • limgerði

    Þétt röð trjákenndra plantna sem venjulega er klippt reglulega. Hefur þann tilgang að mynda vegg milli tveggja svæða. Venjulega mótuð í form með klippingu. Einnig til óklippt limgerði. Önnur orð sem notuð eru: Hekk, almennt notað meðal fagmanna. Runni, notað yfir limgerði td á Akureyri.
    Danska: hæk, prydhæk
    Norska: hekk,
    skyld: Hekk

  • lundur

    trjáþyrping, Skógalundur. Afmörkuð þyrping trjáa.
    Danska: lund
    Norska: lund
    Sænska: lund

  • mannmótað

    Dæmi: a. landscape – mannvistarlandslag, manngert landslag, mannmótað landslag (landfr.gó). 
    Enska: anthropogenic

  • mat á umhverfisáhrifum

    Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að metin séu þau áhrif sem tilteknar framkvæmdir geta haft á umhverfi, lífríki, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar, landslag, samfélag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, ásamt atvinnu og efnislegum verðmætum. Hluti matsins er kynning framkvæmdar með auglýsingu sem gerir almenningi kleift að kynna sér hana og koma athugasemdum á framfæri. Leiði matið í ljós umtalsverð áhrif á umhverfið ber að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir eða draga úr þeim áhrifum eins og kostur er. Mat á umhverfisáhrifum er í raun ferli þar sem metin eru þau áhrif sem framkvæmd kann að hafa á umhverfið áður en hafist er handa. Ferlið hefst við undirbúning og hönnun framkvæmdar á vegum framkvæmdaraðila þar sem m.a. er kannað er hvort um matskylda framkvæmd er að ræða. Sé framkvæmdin matskyld heldur ferlið áfram með því að framkvæmdaraðili sér um að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar séu metin. Síðan tekur við formleg athugun hjá Skipulagsstofnun, sem lýkur með úrskurði skipulagsstjóra (skipulagsstofnun) 
    Enska: environmental impact assessment

  • menningarminjar

    Enska: Cultural heritage
    Norska: Kulturminner

  • minjaverndarsvæði

    Skilgreining á svæðisbundinni verndun þegar um merkar sögulegar minjar er að ræða (phá)
    Enska: area of archaeological importance

  • náttúruvá

    Atburður í náttúrunni, t.d. flóð, þurrkar eða jarðskjálfti, sem skapar hættu fyrir líf fólks og/eða eignir, eða hætta á slíkum atburði (yþl)
    Enska: natural hazar

  • náttúruvernd

    Skipulögð viðleitni til að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða loft. Náttúruvernd snýst einnig um að tryggja eftir föngum þróun náttúrunnar eftir eigin lögmálum, að vernda það sem er sérstætt eða sögulegt og auðvelda almenningi umgengni við náttúruna og auka kynni af henni. Það er einnig eitt af meginmarkmiðum náttúruverndar að tryggja það að komandi kynslóðir fá notið ósnortinnar náttúru. Á Íslandi heyrir náttúruvernd undir umhverfisráðuneytið en Umhverfisstofnun annast framkvæmd hennar. 
    Enska: Nature conservation
    Norska: Naturvern

  • náttúruverndarsvæði

    Náttúruverndarsvæði eru svæði þar sem einhver skipulögð náttúruvernd á sér stað og eftirlit er haft með. Um er að ræða þrennskonar náttúruverndarsvæði: 1. Friðlýst svæði, þ.e. þjóðgarðar, friðlönd, fólkvangar, og náttúruvætti. 2. Önnur svæði og náttúrumyndanir sem eru á náttúruminjaskrá. 3. Afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar samkvæmt öðrum lögum vegna náttúru eða landslags (yþl)
    Norska: Naturvernområde

  • nærloftslag

    Nærloftslag er það lofstlag sem myndast á stærri eða minni svæðum, sem getur á ýmsan hátt verið frábrugðið almennu loftslagi litið til stærra svæðis. T.d. nærlofstslag við suðurvegg, í skýldum garði, á skýldu holti, eða í skjólsærum suðurhlíðum, í skógarlundi osfv.
    Enska: Microklima
    Danska: mikroklima
    Norska: mikroklima

  • nýtingarhlutfall 

    Hlutfall milli heildargólfflatar á lóð eða reit og flatarmáls lóðar eða reits. Lóðanýting segir til um hlutfallið milli heildargólfflatar á lóð og flatarmáls lóðar. Reitanýting segir til um hlutfallið milli heildargólfflatar á landnotkunarreit eða götureit og flatarmáls reitsins (skipulagsreglugerð)
    Norska: Utnyttelsesgrad

  • opið svæði 

    svæði til almenningsnota sem ætluð eru til afþreyingar og/eða útivistar. á t.d. við um almenningsgarða, leiksvæði, garða. undir hugtakið falla einnig íþróttasvæði til einkanota en það á ekki við um skóglendi, einkagolfvelli og kirkjugarða (yþl) 
    Enska: open space
    Norska: åpne arealer (grönområder)

  • öryggismöl

    Möl sem notuð er sem undirlag til varnar falli, s.s. undir leiktækjum. 
    Danska: faldunderlag

  • ósnortið víðerni

    Ósnortið víðerni er landsvæði sem er a.m.k. 25 km² að stærð, eða það stórt að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu. Landsvæðið þarf að vera í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum merkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum. Þar má ekki gæta beinna ummerka mannsins og náttúran á að fá að þróast án álags af mannlegum umsvifum (umhverfisvefurinn).
    Enska: wilderness
    Norska: Uberört natur

  • Ramsar samningurinn

    Ramsar samningurinn er um verndun votlendis og tók gildi á Íslandi árið 1978. Eitt megin inntak hans er ákvæðið um skynsamlega nýtingu: Að nýta votlendi þannig að það gefi að það gefi sem mest af sér til núverandi og komandi kynslóða í samræmi við viðhald náttúrulegra eiginleika vistkerfisins. Samkvæmt Ramar samningnum eru svæði talin hafa alþjóðlegt verndargildi ef 1% af einhverjum stofni vatnafugla nýtir þau í lengir eða skemmri tíma. Meðal þeirra skuldbindinga sem felast í Ramsar samningnum er: · Að setja eitt eða fleiri svæði á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Íslendingar hafa tilnefnt Mývatn, Þjórsárver og Grunnafjörð. · Að semja og hrinda í framkvæmd áætlun sem stuðlar að skynsamlegri nýtingu allra votlenda. · Að láta framkvæma mat á uhverfisáhrifum áður en votlendi er breytt eða það eyðilagt. · Að skrá öll votlendi í heimalandi og kanna ástand þeirra (umhverfisvefurinn)
    Enska: The Ramsar convention on wetlands

  • sérstök svæðisskipulagsmeðferð

    Svæðisskipulag sem tekur til stakra framkvæmda eða áætlana, oft á vegum annarra aðila en sveitarstjórna, sbr. 15. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulagstillaga er unnin af þeim sem ábyrgð ber á viðkomandi áætlun eða framkvæmd en kynnt á vegum Skipulagsstofnunar. Sérstakt svæðisskipulag er háð staðfestingu umhverfisráðherra. Sérstakt svæðisskipulag tekur gildi þegar staðfesting þess hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda (skipulagsreglugerð)

  • sjálfbær þróun

    Hugtakið sjálfbær þróun var fyrst notað í Brundtlandskýrslunni frá árinu 1987. Þar er hugtakið skilgreint sem: “Þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.” Á Ríó-ráðstefnunni 1992 voru undirritaðir mikilvægir samningar undir merkjum sjálfbærrar þróunar, en í því hugtaki fólst stefnubreyting frá hreinni umhverfisverndarstefnu, sem mönnum fannst hafa náð takmörkuðum árangri. Í hugmyndarfræði sjálfbærrar þróunar er ástand umhverfisins skoðað í samhengi við efnahagslega og félagslega þróun og leitað leiða til að auka auð og velferð mannkyns án þess að það skaði grunngæði jarðar. Stjórnvaldsaðgerðir duga samkvæmt þessu ekki einar og sér til þess að taka á umhverfisvandanum, heldru er virk þátttaka almennings og atvinnulífsins forsenda þess að árangur náist. Leið þjóða heims til sjálfbærrar þróunar er mismunandi, meðal annars eftir efnahags- og félagslegum aðstæðum, en takmarkið er að fullnægja eðlilegum þörfum fólks til lífsgæða á rányrkju sem kæmi niður á komandi kynslóðum. Sjálfbær þróun þarf ekki að hafa í för með sér stöðnun, til dæmis í tækniþróun, eða öfgakennda verndunarstefnu í umhverfismálum. Máltæki frá Kenýa lýsir inntaki sjálfbærrar þróunar nokkuð vel: “Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar.” (umhverfisvefurinn) 
    Enska: sustainable development
    Norska: Bærekraftig utvikling

  • skipulagsforsögn 

    Rituð álitsgerð borgaryfirvalda, oft nefnd uppbyggingarskilmálar, ætluð sem leiðbeining um uppbyggingu á tilteknu svæði/lóð. Í skilmálunum er fjallað um einkenni svæðisins/lóðarinnar og takmarkandi þætti, æskilega landnýtingu og önnur stefnumarkandi skilyrði sem taka ber tillit til við uppbyggingu (phá) 
    Enska: planning brief

  • skipulagsstig/áætlanir

    Skipulagsstigin á Íslandi eru þrjú: Svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag. Svæðisskipulag nær yfir tvö sveitarfélög eða fleiri. Aðalskipulag nær yfir eitt sveitarfélag og deiliskipulag nær yfir afmarkað svæði innan eins sveitarfélags. Með nýjum skipulags- og byggingarlögum frá árinu 1997 er allt landið skipulagsskylt. Skipulagsstofnun sér um að fylgja eftir skipulags- og byggingarlögum. yfir eitt sveitarfélag og deiliskipulag nær yfir afmarkað svæði innan eins sveitarfélags. Með nýjum skipulags- og byggingarlögum frá árinu 1997 er allt landið skipulagsskylt. Skipulagsstofnun sér um að fylgja eftir skipulags- og byggingarlögum (skipulagsstofnun)

  • skipulagsstofnun

    Skipulagsstofnun heyrir undir umhverfisráðherra og starfar skv. skipulags- og byggingarlögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun sinnir afgreiðslu og veitir leiðbeiningar um skipulags- og byggingarmál og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Stofnunin gefur út leiðbeiningar og stendur að fundum og þróunarvinnu á sviði skipulags- og byggingarmála og umhverfismats, þ.e. mats á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU, EIA) og umhverfismats áætlana (UMÁ, SEA). (skipulagsstofnun)
    Enska: the National Planning Agency in Iceland

  • skipulagssvæði

    Það landsvæði sem skipulagsáætlun tekur til. Svæðisskipulag tekur til tveggja eða fleiri sveitarfélaga sem jafnan skulu mynda heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti. Aðalskipulag tekur til alls lands eins sveitarfélags. Deiliskipulag nær til einstakra svæða eða reita innan aðalskipulags og skal jafnan miðast við að ná til svæða sem mynda heildstæða einingu. Í þéttbýli skal deiliskipulag að jafnaði ekki taka yfir minna svæði en götureit (skipulagsreglugerð)

  • skipulagstímabil

    Það tímabil sem stefnumörkun svæðis- og aðalskipulags nær yfir. Skipulagstímabil svæðis- og aðalskipulags skal eigi vera skemmra en 12 ár (skipulagsreglugerð)

  • skipulagsviðauki 

    viðaukaefni á borð við hönnunar- og skipulagsforsagnir þar sem skipulagsskilyrði eru sett fram með ýtarlegri hætti en venja er í deiliskipulagsáætlun (phá) 
    Enska: supplementary planning guidance

  • söguleg ásýnd 

    Svipmót byggðar með varðveislugildi, þar sem útínur turna og þaka gamalla bygginga og önnur rótgróin kennileiti móta ásýnd umhverfisins fremur en iðjuver og háhýsi (phá) 
    Enska: historic skyline

  • staðardagskrá 21 

    Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina. Þessi áætlun á að vera nokkurs konar forskrift að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. lýsing á því hvernig samfélagið ætlar að fara að því að tryggja komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði á Jörðinni. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfismál, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Eitt aðalatriðið í hugmyndafræðinni sem að baki liggur, er að umhverfismál verði aldrei slitin úr samhengi við önnur mál, heldur beri að skoða áhrif mannsins á umhverfi sitt í víðu samhengi. Ákvörðunin um gerð Staðardagskrár 21 var tekin á heimráðstefnunni í Ríó vorið 1992. Eins og fram kemur í 28. kafla yfirlýsingarinnar frá Ríó er Staðardagskrá 21 ekki einkamál stjórnvalda á hverjum stað. Staðardagskrá 21 er ekki aðeins áætlun sveitarstjórnarinnar, heldur samfélagsins í heild. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir hópar samfélagsins hjálpist að við gerð hennar. Þátttaka mismunandi hópa hlýtur auk heldur að fara eftir aðstæðum á hverjum stað. Vinnu við gerð Staðardagskrár 21 lýkur aldrei, þó að stórum áfanga sé náð þegar lokið er við fyrstu útgáfu og afgreiðslu hennar í sveitarstjórn. Þá er eftir að hrinda áætluninni í framkvæmd auk þess sem Staðardagskráin þarf að vera í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum ekki bara skjal, og ekki bara umhverfisáætlun, heldur fyrst og fremst ferli (umhverfisvefurinn)
    Enska: Local agenda 21

  • staðardagskráráætlun 21

    Áætlun yfirvalda á hverjum stað um framkvæmd Staðardagskrár 21
    Enska: agenda 21 strategy

  • staðfest gögn 

    gögn er er eiga sér stoð í landslögum. skipulagsáætlun sem hlotið hefur samþykki sveitarstjórnar sem birt hefur verið í stjórnartíðindum er staðfest gagn (umhverfisvefurinn) 
    Enska: statutory documents

  • stefnumörkun 

    Stefnumörkun fela í sér skýr fyrirmæli um þær aðgerðir sem sveitarfélög munu eða munu ekki grípa til varðandi ramtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Ákvæði stefnumörkunar eru rituð í upphafsstöfum til skýrrar aðgreiningar frá þeim markmiðum er þau fjalla um og þeim rökstuðningi sem að baki býr (phá) 
    Enska: policies
    Norska: strategi

  • svæðisskipulag

    Ef tvö eða fleiri sveitarfélög telja þörf á að samræma og setja fram sameiginlega stefnu varðandi tiltekna þætti landnotkunar og þróunar byggðar geta þau unnið svæðisskipulag. Stefna svæðisskipulags skal taka til minnst 12 ára (skipulagsstofnun)

  • sveitarfélagsuppdráttur 

    Skipulagsuppdráttur aðalskipulags sem nær til alls lands viðkomandi sveitarfélags og þar sem gerð er grein fyrir notkun lands utan þéttbýlis (skipulagsreglugerð)

  • umhverfi

    Víðtækt hugtak sem tekur bæði til náttúru og manngerðra fyrirbæra (yþl)
    Enska: environment

  • umhverfislöghyggja, umhverfisnauðhyggja

    Sú fræðikenning að það sé vélrænt samband á milli umhverfis (náttúru) og manna og að umhverfið ráði mestu um atferli manna og þróun samfélaga. Skv. þeirri kenningu er það umhverfið, en ekki maðurinn, sem sníður mannvistinni stakk
    Enska: environmental determinism

  • umhverfismat

    Rituð álitsgerð um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar uppbyggingar sem ætla má að hafi veruleg áhrif á umhverfið (yþl) 
    Enska: environmental statement
    Norska: Miljökonsekvensvurdering

  • umhverfismat áætlana 

    Umhverfismat áætlana er verklag eða aðferð við áætlanagerð sem er ætlað að tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun, með því að leggja mat á áhrif áætlana í heild og einstakra stefnumiða þeirra á umhverfið. Það er m.a. gert með því að setja fram stefnukosti og bera þá saman m.t.t. áhrifa á tiltekna umhverfisþætti og með því að kynna tillögur og umhverfismat þeirra almenningi og öðrum sem hafa hagsmuna að gæta.
    Enska: Strategic Environmental Assessment, SEA

  • umhverfisskynjun

    Rannsóknir á áhrifum mannlegra athafna á umhverfi. 
    Enska: environmental perception

  • umhverfisvæn

    Norska: Miljövennlig

  • uppbyggingarforsögn

    Viðauki við skipulagsáætlanir borgaryfirvalda þar sem kveðið er á um tilhögun uppbyggingar á tiltekinni lóð. Í skilmálunum er fjallað um einkenni lóðarinnar og takmarkandi þætti, æskilega landnýtingu og önnur skipulagsákvæði og skilyrði sem taka ber tillit til við uppbyggingu (yþl) 
    Enska: development brief

  • úthagi

    Beitiland, hagi langt frá bæ.
    Danska: overdrev
    skyld: harðbali

  • útivist

    Norska: friluftsliv

  • útivistarvegir

    Vegir þar sem áhersla er lögð á gildi til útivistar – útsýnisferða. Þessir vegir liggja gjarnan um fallega og sérstæða náttúru, eða um óbyggðir t.d með mikilli fjallasýn.
    Enska: Recreational highway

  • verndun, náttúruvernd

    Varðveisla auðlinda til nota fyrir komandi kynslóðir
    Enska: conservation

  • vistfræði

    Fræðigrein um gagnkvæmt samband á milli dýra (þar á meðal mannsins), plantna og umhverfis þeirra á tilteknum stað eða svæði (yþl)
    Enska: ecology
    Norska: Ökologi

  • vistvæn uppbygging 

    uppbygging sem uppfyllir þarfir samtímans án þess að gegnið sé á tækifæri komandi kynslóða til hins sama (phá) 
    Enska: sustainable development

  • þéttbýli

    Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra (skipulagsreglugerð)
    Norska: Tettsted

  • þéttbýlisuppdráttur

    Skipulagsuppdráttur aðalskipulags sem nær yfir þéttbýli innan viðkomandi sveitarfélags (skipulagsreglugerð)

  • þéttleiki byggðar

    Landnýting miðað við heildarflatarmál lands sem m.a. er lýst með hlutfalli milli samanlagðs gólfflatar á tilteknu svæði og flatarmáls svæðisins eða reikningsstærðum eins og íbúar/ha eða íbúðir/ha. 

  • þjóðgarður

    Umhverfisráðherra getur að fengnum tillögum eða áliti Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruverndarráðs, lýst landsvæði þjóðgarð, sé það sérstætt um landslag, gróðurfar eða dýralíf eða á því hvílir söguleg helgi þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa almenningi aðgang að því eftir tilteknum reglum. Landsvæði þjóðgarða skulu vera í ríkiseign, nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli umhverfisráðherra og landeigenda. Þjóðgarðar hafa verið stofnaðir á tveimur stöðum í landinu, í Skaftafelli og Jökulsárglúfrum. Í hugum Íslendinga eru Þingvellir einnig þjóðgarður en svæðið er friðlýst með sérlögum sem helgistaður allra Íslendinga. Þar kemur hugtakið þjóðgarður hvergi fram (umhverfisvefurinn). 
    Enska: national park
    Norska: Nasjonalpark