FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Morgunspjall um hönnun skólalóða fyrir vistvænar samgöngur

Föstudaginn 18. október  kl. 8:30 boðar Grænni byggð til morgunspjalls um hönnun skólalóða fyrir vistvænar samgöngur í húsnæði Skipulagsstofnunar að Borgartúni 7b.
Sjá:  https://www.facebook.com/events/417779012468972/
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt mun fjalla um skólalóðir í samhengi við sjálfbærar samgöngur.
Í sumum skólum er hlutfall þeirra sem hjóla eða ganga í skólann mjög hátt, í öðrum skólum er hlutfallið lágt. Hvað eru sumir skólar að gera rétt og hvar er hægt að gera betur?

Hvernig á að hanna skólalóðir til þess að hvetja til þess að sem flestir nýti sér vistvæna ferðamáta?

Á þennan morgunfund mæta sérfræðingar í lóðamálum og samgöngumálum. Meðal annars Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt, Ólöf Kristjánsdóttur Samgönguverkfræðingur og Herborg Árnadóttir landfræðingur.

Morgunspjallið hefst kl 8:30.

Allir velkomnir – boðið upp á kaffi og léttar veitingar.

Fundurinn fer fram í húsakynnum Skipulagsstofnunar í Borgartúni 7b, gengið inn í gegnum portið og inn hjá stóra glerglugganum.