FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Geysissamkeppni

1. verðlaun í Geysissamkeppni

Tillaga Landmótunar  Geysir í Haukadal … hlýir straumar… náttúru og mannlífs hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis.

Áhersla tillögunnar er að líta á hverasvæðið umhverfis Geysi heildstætt. Leiða umferð gesta þannig að þeir fái notið heimsóknarinnar og upplifi einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Vel búið svæði sem mætir kröfum þess mikla fjölda ferðamanna sem heimsækir staðinn. Með bættu stígakerfi og áningarstöðum eykst öryggi gesta og tryggir náttúrulega framvindu hverasvæðisins.

Tillagan felur einnig í sér framtíðarsýn með flutningi á þjóðveginum suður fyrir þjónustukjarnan. Með því felst beinni og öruggari tenging milli þjónustusvæðins og hverasvæðisins, betri og skilvirkari aðkoma að svæðinu og aðskilnaður gangandi gesta og umferðar.

Sjá nánar á heimasíðu Arkitektafélags Íslands: http://ai.is/?p=6234