FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Félagsaðild

Innganga í FÍLA

Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda til stjórnar FÍLA, ritari@fila.is

Til að lesa PDF skrár þarf Adobe Acrobat Reader.

Félagsmenn eru nú um 100 manns.  Félagatal er að finna undir tenglinum: Um FÍLA: Félagatal

Félagsaðild: Fullgildir félagsmenn, íslenskir eða erlendir geta þeir orðið sem lokið hafa námi í landslagsarkitektúr við menntastofnanir sem eru viðurkenndar af félaginu sbr. inntökureglur FÍLA.
Sá sem ganga vill í félagið sendir umsókn um inngöngu til stjórnar í samræmi við inntökureglur FÍLA. Umsókn skal fylgja leyfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til starfsheitisins landslagsarkitekt, sbr. 3. gr. laga um löggildingu  starfsheita.

Umsóknareyðublað félagsaðild (pdf skjal): eyðublað.

Námsmannaaðild: Nemar í landslagsarkitektúr geta sótt um námsmannaaðild stundi þeir nám  við menntastofnanir sem félagið viðurkennir. Send er skrifleg beiðni til stjórnar FÍLA í pósti eða á netpósti info.fila@fila.is. Stjórn getur farið fram á skriflega staðfestingu á skólasókn. Námsmenn geta setið alla almenna fundi og tekið þátt í ferðum og skemmtunum á vegum félagsins.  Þeir geta hvorki setið í stjórn né nefndum. Nemar hafa ekki rétt til að nota starfsheitið landslagsarkitekt né skammstöfunina FÍLA.

Umsóknareyðublað námsmannaaðild (pdf skjal): eyðublað.

Meðferð umsóknar:  Stjórn félagsins tekur við umsóknum. Að lokinni umfjöllun stjórnar skulu umsóknir teknar fyrir á næsta stjórnarfundi og afgreiddar.  Nái inntökubeiðnin samþykki er umsækjandi upp frá því fullgildur félagsmaður. Stjórn tilkynnir umsækjanda afgreiðslu sína skriflega.

Sjá nánar gr. 3-5 lögum félagsins.

© Félag íslenskra landslagsarkitekta  –  info.fila@fila.is

Löggilding starfsheitis – Landslagsarkitekt

Starfsheitið landslagsarkitekt er löggilt starfsheiti hér á landi skv. lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum, nr. 8/1996, með síðari breytingum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitir leyfi um starfsheiti. Send er skrifleg umsókn um löggildingu starfsheitis ásamt staðfestu ljósriti prófskírteina til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins – Skúlagötu 4 – 101 Reykjavík.  Æskilegt er að nota staðlað eyðublað ráðuneytisins og er það aðgengilegt á netinu: eyðublað.

Meðferð umsóknar: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendir umsókn og ljósrit prófskírteina til umsagnar FÍLA. Stjórn félagsins fer yfir umsóknir og menntanefnd félagsins er stjórn til aðstoðar um inntöku nýrra félaga og  leyfisveitinga vegna starfsheitis. Ef umsögn FÍLA er jákvæð er hún send ráðuneytinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útbýr leyfisbréf og umsækjanda er tilkynnt að leyfisbréfið sé til afhendingar í ráðuneyti gegn greiðslu.

Fullgildir félagsmenn geta einir sett skammstöfunina FÍLA fyrir aftan starfsheitið landslagsarkitekt.

© Félag íslenskra landslagsarkitekta  –  info.fila@fila.is

Réttindi til að gera skipulag

Landslagsarkitektar hafa , skv. Skipulagslögum 123/2010 og gr. 2.4 og 2.5 í skipulagsreglugerð, réttindi til að gera skipulagsáætlanir.

Skipulagsstofnun hefur hætta að halda úti lista yfir skipulagsráðgjafa vegna ákvæða í nýjum skipulagslögum nr. 123/2010.Nánari upplýsingar má finna í 7. gr. laganna og sérstaklega 5 málsgrein og einnig í 45. gr. laganna og sérstaklega 9 málsgrein. Forsenda þess að starfa sem skipulagsfulltrúi eða sinna skipulagsgerð er að vera með löggildingu sem landslagsarkitekt hér á landi skv. lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum, nr. 8/1996, með síðari breytingum.

© Félag íslenskra landslagsarkitekta  –  info.fila@fila.is

Félagsgjöld FÍLA skv. aðalfundi 2023

Árgjald félagsmanna skal ákveða á aðalfundi ár hvert að fengnum tillögum stjórnar.

Félagsgjöld skiptast í A-, B-, C- og D-gjöld.

Fullt félagsgjald fyrir starfsárið 2023-2024 er 27.500 kr.  Félagsgjöldin skiptast í tvær greiðslur.

A-gjald er fullt félagsgjald.

B-gjald er 80% af fullu félagsgjaldi og um það geta sótt félagar sem eru búsettir í lengra en 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
C-gjald er 50% af fullu félagsgjaldi. Um það geta sótt:
– félagar sem eru búsettir erlendis.
– nýir félagar fyrstu þrjú árin eftir útskrift.
– félagar sem vegna sérstakra aðstæðna, sem stjórn telur gildar, hafa þörf fyrir lækkun árgjalds.
D-gjald er 10% af fullu félagsgjaldi og er fyrir námsmenn.
Heiðursfélagar og félagar 65 ára og eldri, er hafa verið a.m.k. 10 ár í félaginu, eru undanþegnir félagsgjaldi.