FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Ingvar Ívarsson

Sjáið Ingvar.  Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Ingvar útskrifaðist árið 2007 frá Kaupmannahafnar og vinnur á Landslagi ehf þar sem hann snertir allan skalann í umhverfishönnun, ferðamannastöðum, stofnanalóðum og einkalóðum svo dæmi séu tekin. Kemur einnig töluvert að skipulagsmálum með bróður sínum Ómari.

Ingvar er tvíburi og krabbi, á tvíbura, einbura og hund.

Í tilefni dagsins var Ingvar spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin?  Ferðamannastaðirnir eru mjög skemmtileg og krefjandi verkefni.
  • Uppáhalds tréð?  Gamla góða gullregnið í garðinum mínum er geggjað þegar sá gállinn er á því.
  • Hvaða bók er á náttborðinu? Það er ljóðabókatrílógían Mar, Bleikir himnar og Bygging trjáhýsa í íslensku birki eftir Þórhall vin minn Barðason. Er að bisa við að melta snilldina.
  • Falin perla hönnuð af landslagarkitekt, veist þú um svoleiðis? Lystigarður Akureyrar er frábær staður með langa og merkilega sögu. Garðurinn er stofnaður (og hannaður) af framsýnum frumkvöðlum og hugsjónarfólki á þessu sviði þó ekki hafi þau verið landslagsarkitektar.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt?  Hlíðarfjall á páskum
  • Fallegasti staður á landinu? Ég er svo mikill heimamaður að ég verð að segja Akureyri og ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um veðrið;-).
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Nýdönsk og Fjóla Sveinmarsdóttir.

Þetta var Ingvar. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Ingvar.