FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Dagný Bjarnadóttir

Sjáið Dagný. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Dagný lærði fagið í Konunglega landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1992. Hún vinnur í DLD í Toppstöðinni með verkefni sem spanna frá skipulagi til hönnunar í ýmsum skala og þykir henni skemmtilegast að vinna verkefni þar sem sköpunargleði fær að blómstra.

Í tilefni dagsins var Dagný spurð spjörunum úr.

  • Hver var fyrsta platan sem þú keyptir þér? Pippi Långströmp
  • Uppáhalds íslenski hönnuðurinn?  Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður
  • Uppáhalds íslenski rithöfundurinn? Jón Kalmann og Kristín Eiríksdóttir í augna blikinu
  • Helstu áhugamál?  Hestamennska og útivist
  • Föstudagsdrykkurinn? Grænn með dassi af rauðrófu -og gulrótarsafa
  • Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „mosi“?  Það er rosa rosa gott að liggja í mosa
  • Fallegasti staður á landinu? Ekki hægt að nefna einn, en hestaferð að Arnarfelli hinu mikla kemur upp í hugann

 

Þetta var Dagný. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Dagný.